Fleiri sækja Duushús
Gestum í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar fjölgaði um 21% á síðasta ári en gestirnar voru 43,900 talsins.
Opnanir á sýningum Listasafns Reykjanesbæjar voru fimm. Einnig voru tvær aðrar myndlistarsýningar í húsinu. Poppminjassýningin í Gryfjunni var vinsæl meðal starfsmannahópa s.l. vor og Byggðasafnið stóð fyrir tveimur ráðstefnum um sögu bæjarfélagsins.
Fjöldi tónleika var haldinn í Bíósal m.a. í samastarfi við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar og Tónlistarskólinn fékk afnot af sölum hússins fyrir sína tónleika alls 38 daga á s.l. ári.
Formlegir fundir voru alls 41 og þar að auki voru bæjarstjórnarfundir haldnir tvisvar í mánuði í Bíósalnum. Rúmlega 20 móttökur á erlendum og innlendum gestum bæjarins voru haldnar og sérstakir menningartengdir viðburðir s.s. bókmenntavökur í samstarfi við Bókasafnið voru rúmlega 30 talsins.
Listahátíð barna var haldin í maí og sérstakir menningardagar barna voru í nóvember. Mikil áhersla var lögð á að kynna starfsemi safnanna fyrir skólanemendum bæjarins og komu samtals 3.500 nemendur í skipulagðar skólaheimsóknir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.