Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fleiri hverfi án skreytinga frá Reykjanesbæ
Mánudagur 29. nóvember 2010 kl. 15:29

Fleiri hverfi án skreytinga frá Reykjanesbæ

Íbúar Innri Njarðvíkur geta huggað sig við það að þeir eru ekki einu íbúar Reykjanesbæjar sem eru án jólaskreytinga Reykjanesbæjar þetta árið. Hverfi í norðurhluta Keflavíkur hafa ekki skreytingar frá bæjarfélaginu og sömu sögu er að segja úr Ytri Njarðvík og af Ásbrú.

Guðlaugur Sigurjónsson hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar segir fyrst og fremst hafa verið horft til stofnæða Reykjanesbæjar það er klárlega minna skreytt þetta árið en oft áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rafmagnsskott, sem hangir niður úr ljósastaurum þar sem gert er ráð fyrir jólaskreytingum, er án rafmagns og því er bæjarbúum ráðið frá því að fara upp í staurana með skreytingar. Skottin eru aftengd til að skapa ekki slysahættu.

Það skal tekið fram að þrátt fyrir mun færri skreytingar bæjarfélagsins í ár en undanfarin ár, þá ganga jólin í garð kl. 18:00 þann 24. desember nk. enda ekki á valdi bæjarins að fresta jólunum.