Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri hljómsveitir á ATP kynntar í gær
Frá ETP hátíðinni í ár.
Föstudagur 21. nóvember 2014 kl. 08:38

Fleiri hljómsveitir á ATP kynntar í gær

Godspeed You! Black Emperor, Run The Jewels, Mudhoney, Deafheaven o.fl.

ATP kynnti í gær fleiri hljómsveitir sem koma fram á ATP sem fram fer á Ásbrú í Reykjanesbæ í þriðja sinn dagana 2.-4. júlí á næsta ári.

Áður var búið að tilkynna að hljómsveitin Belle and Sebastian muni koma fram á ATP-hátíðinni en í dag hafa bæst við fleiri hljómsveitir á hátíðina, þar á meðal hljómsveitin Godspeed You! Black Emperor sem eru miklir góðkunningjar ATP en sveitin spilaði síðast á Íslandi árið 2002. Þá mun hip-hop hljómsveitin Run The Jewels, sem á að margra mati eina bestu plötu ársins, koma fram á hátíðinni. Einnig mun Seattle-sveitin Mudhoney, þungarokkssveitin Deafheaven, hin afar melódíska Chelsea Wolfe koma fram á hátíðinni. Auk þeirra hafa  einnig bæst við hljómsveitirnar Iceage, Loop, The Field, White Hills, Ghostigital, Vision Fortune, Younghusband og Tall Firs.

Í tilkynningu frá ATP segir Barry Hogan, stofnandi ATP: „Við erum mjög spennt fyrir þriðju ATP hátíðinni á Íslandi og það hefur verið gaman að fylgjast með hátíðinni stækka á milli ára. Næsta hátíð mun skarta þekktum sveitum á borð við Loop og Godspeed en einnig nýrri hljómsveitum á borð við Younghusband og Run the Jewels. Við erum hvergi nærri hætt. Það er miklu meira á leiðinni og eins og staðan er núna lítur út fyrir að þriðja hátíðin verði sú stærsta hingað til“.

Á hátíðinni verða tvö tónleikasvið, kvikmyndahús sem sýnir myndir sem valdar eru af ATP og hljómsveitunum sem koma fram, plötusnúðar, popppunktur, bókarbingó, fótboltamót þar sem gestir keppa við hljómsveitirnar og margt fleira.

Hér er myndband frá ATP hátíðinni í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024