Fleiri hefja setuverkfall
Helga Valdimarsdóttir sem setið hefur á biðstofu heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá því klukkan 9 í morgun til að knýja á lausn læknadeilunnar sagði í samtali við Víkurfréttir að 7 aðilar hefðu bæst í hópinn: “Við erum 8 hér núna og við ætlum að sitja áfram. Ég mun líka mæta í fyrramálið og halda baráttunni áfram.Ég vona bara að fleiri muni bætast í hópinn í fyrramálið,” sagði Helga í samtali við Víkurfréttir.