Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
Mánudagur 14. janúar 2013 kl. 10:10

Fleiri gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Í byrjun janúar bárust starfshópi innanríkisráðuneytis um Guðmundar- og Geirfinnsmál enn skjöl sem tengjast rannsókn málanna. Um er að ræða talsvert af gögnum frá lögreglu og höfðu verið í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Að hluta til eru þetta gögn sem starfshópurinn hafði ekki haft undir höndum og stendur frekari úrvinnsla þeirra nú yfir, segir á vef Innanríkisráðuneytisins.

Starfshópnum, sem skipaður var í október 2011, er ætlað að skila lokaskýrslu til innanríkisráðherra um miðjan febrúar 2013. Of snemmt er að segja til um hve mikil áhrif framangreind gögn muni hafa á framvindu vinnu starfshópsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024