Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

FLE: Þakbitar komnir upp í viðbyggingu
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 09:33

FLE: Þakbitar komnir upp í viðbyggingu

Næstu daga verður unnið við tengingar lagna upp við loft í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Iðnaðarmenn verða þar á vinnupöllum og Ístak kappkostar sem fyrr að þessar tilfæringar hafi sem minnst áhrif á starfsemina. Jafnframt verður unnið að því að koma fyrir lyftustokki nálægt skrifstofu Icelandair í innritunarsalnum, meðal annars með múrbroti/steypusögun og tilheyrandi hljóðum. Verktaki mun leitast við að sinna hávaðasamri vinnu utan venjulegs vinnutíma svo sem kostur er.

Lokið er við að setja upp bita undir þak þess hluta viðbyggingarinnar sem steyptur hefur verið upp og næst á dagskrá er að leggja á þakplötur. Húsið kemst að líkindum að miklu leyti undir þak á næstu tveimur vikum. Bráðabirgðalandgangurinn gegnir hlutverki sínu með prýði. Nú verður farið á fulla ferð að rífa gamla landganginn og rýma fyrir næsta áfanga viðbyggingar.

Allt gler er nú horfið úr laufskálanum og grindin stendur eftir. Hún verður nú rifin að hluta og ný grind reist lengra út, á grunni sem bíður þar uppsteyptur. Á 2. hæðinni hamast iðnaðarmenn við alla mögulega þætti verka. Spenna er vaxandi í loftinu enda mörgum handtökum ólokið og gert er ráð fyrir að taka nýju vopnaleitarhliðin í notkun í byrjun apríl, eftir innan við einn mánuð.

Nauðsynlegt reynist að þrengja heldur meira en brottfararsalnum en gert hafði verið ráð fyrir vegna framkvæmdanna. Þess vegna var ákveðið að færa sportvöruverslunina SPORTÍS til á brottfararsvæðinu og stækka vinnusvæði verktakans í samræmi við það. 

Af vef FLugstöðvarinnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024