FLE: Landgangurinn fluttur á fornar slóðir
Ætla má að um eða upp úr helginni verði hafist handa við að flytja bráðabirgðalandganginn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar til austurs og tengja hann flugstöðvarbyggingunni á sama stað og hann var áður. Ef svo fer sem horfir verður búið að steypa plötu undir landganginn á 2. hæð snemma í næstu viku og um mánaðarmótin ganga farþegar þessa leið til og frá flugvélunum. Þessi umrædda plata verður steypt í bilið milli landgangsins til vinstri á meðfylgjandi mynd og flugstöðvarbyggingarinnar til hægri - það er að segja beint fyrir ofan rauðklæddu iðnaðarmennina sem eru við steypuvinnu á miðri mynd.
Kaffitár fyrst til að fá græna ljósið
Aðstandendur Kaffitárs ehf. hafa lagt fyrir verkefnisstjórn, og fengið samþykkta, áætlun um hönnun og efnisval í þjónusturými sínu á 2. hæð. Hliðstæð áætlun Saga Boutique verður tekin fyrir í verkefnisstjórn síðar í þessari viku. Önnur fyrirtæki fylgja í kjölfarið. FLE gerir ráð fyrir að verslunar- og þjónusturýmið verði að miklu leyti tilbúið um næstu mánaðarmót en líkur benda hins vegar til þess að færri fyrirtæki muni opna dyr sínar strax í júníbyrjun en áður var talið. Áskilið er að verslunar- og þjónustufyrirtæki kynni verkefnisstjórn hugmyndir sínar um hönnun og innréttingar til að hún geti gengið úr skugga um að ákveðinn heildarsvipur haldist á 2. hæð. Eigendum fyrirtækjanna er annars að miklu leyti í sjálfsvald sett að innrétta rýmin sín.
Grindin í Laufskálanum komin upp
Loks er burðargrindin í nýja Laufskálanum komin á sinn stað og fljótlega kemst á dagskrá að glerja hana. Rúllustigi fyrir brottfararfarþega er þegar kominn upp og byrjað verður að koma fyrir lyftu einhvern næstu daga.
Af vefsíðu Flugstöðvarinnar
Kaffitár fyrst til að fá græna ljósið
Aðstandendur Kaffitárs ehf. hafa lagt fyrir verkefnisstjórn, og fengið samþykkta, áætlun um hönnun og efnisval í þjónusturými sínu á 2. hæð. Hliðstæð áætlun Saga Boutique verður tekin fyrir í verkefnisstjórn síðar í þessari viku. Önnur fyrirtæki fylgja í kjölfarið. FLE gerir ráð fyrir að verslunar- og þjónusturýmið verði að miklu leyti tilbúið um næstu mánaðarmót en líkur benda hins vegar til þess að færri fyrirtæki muni opna dyr sínar strax í júníbyrjun en áður var talið. Áskilið er að verslunar- og þjónustufyrirtæki kynni verkefnisstjórn hugmyndir sínar um hönnun og innréttingar til að hún geti gengið úr skugga um að ákveðinn heildarsvipur haldist á 2. hæð. Eigendum fyrirtækjanna er annars að miklu leyti í sjálfsvald sett að innrétta rýmin sín.
Grindin í Laufskálanum komin upp
Loks er burðargrindin í nýja Laufskálanum komin á sinn stað og fljótlega kemst á dagskrá að glerja hana. Rúllustigi fyrir brottfararfarþega er þegar kominn upp og byrjað verður að koma fyrir lyftu einhvern næstu daga.
Af vefsíðu Flugstöðvarinnar