Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FLE: Landgangurinn fluttur á fornar slóðir
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 16:21

FLE: Landgangurinn fluttur á fornar slóðir

Ætla má að um eða upp úr helginni verði hafist handa við að flytja bráðabirgðalandganginn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar til austurs og tengja hann flugstöðvarbyggingunni á sama stað og hann var áður. Ef svo fer sem horfir verður búið að steypa plötu undir landganginn á 2. hæð snemma í næstu viku og um mánaðarmótin ganga farþegar þessa leið til og frá flugvélunum. Þessi umrædda plata verður steypt í bilið milli landgangsins til vinstri á meðfylgjandi mynd og flugstöðvarbyggingarinnar til hægri - það er að segja beint fyrir ofan rauðklæddu iðnaðarmennina sem eru við steypuvinnu á miðri mynd.

Kaffitár fyrst til að fá græna ljósið
Aðstandendur Kaffitárs ehf. hafa lagt fyrir verkefnisstjórn, og fengið samþykkta, áætlun um hönnun og efnisval í þjónusturými sínu á 2. hæð. Hliðstæð áætlun Saga Boutique verður tekin fyrir í verkefnisstjórn síðar í þessari viku. Önnur fyrirtæki fylgja í kjölfarið. FLE gerir ráð fyrir að verslunar- og þjónusturýmið verði að miklu leyti tilbúið um næstu mánaðarmót en líkur benda hins vegar til þess að færri fyrirtæki muni opna dyr sínar strax í júníbyrjun en áður var talið. Áskilið er að verslunar- og þjónustufyrirtæki kynni verkefnisstjórn hugmyndir sínar um hönnun og innréttingar til að hún geti gengið úr skugga um að ákveðinn heildarsvipur haldist á 2. hæð. Eigendum fyrirtækjanna er annars að miklu leyti í sjálfsvald sett að innrétta rýmin sín.

Grindin í Laufskálanum komin upp
Loks er burðargrindin í nýja Laufskálanum komin á sinn stað og fljótlega kemst á dagskrá að glerja hana. Rúllustigi fyrir brottfararfarþega er þegar kominn upp og byrjað verður að koma fyrir lyftu einhvern næstu daga.

Af vefsíðu Flugstöðvarinnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024