Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FLE: Flugmálastjórn tekur við vopnaleit
Mánudagur 10. júlí 2006 kl. 16:31

FLE: Flugmálastjórn tekur við vopnaleit

Flugstöð Leifs Eiríkssonar uppfyllir nú staðla Evrópska Efnahagssvæðisins varðandi vopnaleit á farþegum. Ekki gerist því lengur þörf á að farþegar sem millilenda á Leifsstöð á leið til meginlandsins þurfi einnig að gangast undir vopnaleit við komu til landa innan EES.
Bandarísk og Evrópsk stjórnvöld hefur greint á um framkvæmd vopnaleitar á Flugvöllum og viðurkenna ekki aðferðir hvors annars í þeim málum.

Á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið farið eftir bandarískum stöðlum sem hefur haft það í för með sér að farþegar sem koma frá Leifsstöð á leið sinni til EES landa þurfa oft og tíðum að gangast í gegnum aðra vopnaleit á áfangastað.

Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hóf þann 4. júlí að framfylgja reglunum og segir Stefán Thordersen, forstöðumaður öryggissviðs Flugmálastjórnar að þær hafi umtalsverðar breytingar í för með sér.

„Við þurfum að taka þá farþega sem koma frá löndum utan Evrópska Efnahagssvæðisins og þeir þurfa að sæta vopnaleit áður en þeir halda áfram eða blandast öðrum farþegum. Svo þarf lestarfarangur og skiptifarangur sem áfram fer líka að skoðast. Það gerum við með röntgenbifreiðum.“

Umfang verkefnisins er nokkuð og því þurfti að bæta við starfsfólki hjá Flugmálastjórn og var það að hluta til leyst með samningi við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands.

„Undanfarnar þrjár vikur höfum við þess vegna staðiði í ströngu við að þjálfa mannskap til að sinna verkefninu. Svo hðfum við sjálfir bætt við okkur mannskap og það er gaman að segja frá því að sem betur fer höfum við náð í fólk sem áður starfaði hjá varnarliðinu. Það er ljós punktur í tilverunni ef má segja sem svo.

Með auknum umsvifum hækkar rekstrarkostnaður verulega, en Stefán segir að allt verði gert til að það leiði ekki til hærra miðaverðs fyrir farþega. Hvað sem því líður er ljóst að farþegar sem koma frá Íslandi þurfa ekki að sæta vopnaleit á ný við komuna til landa innan EES.

„Við fengum á okkur reglugerð sem sagði að aðgerðir okkar væru ekki nógu góðar samkvæmt kröfum bandalagsins en ég vina að í dag, mánudag verði þessari grein aflétt þannig að völlurinn verður fullviðurkenndur aftur og farþegar þurfi ekki að verða fyrir óþægindum við komuna á aðra velli innan EES svæðisins.,“ segir Stefán að lokum.

Athugið að sjónvarpsfrétt um málið má sjá í VefTV Víkurfrétta hægra megin á síðunni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024