FLE: Byrjað að vinna við gólfplötu 2. hæðar
Starfsmenn Ístaks hafa hafist handa við gólfplötu 2. hæðar viðbyggingar flugstöðvarinnar. Eftir þessu nýja gólfi munu farþegar ganga þegar þeir fara úr landi eða koma til landsins eftir að byrjað verður að rífa og fjarlægja hluta landgangsins („ranans” svokallaða). Langt er komið að klæða af báða enda brottfararsalarins með bráðabirgðaskilrúmi upp í loft til að unnt sé að taka gler úr gluggum og vinna að ýmsu breytingum.
Eftir þrjár til fjórar vikur verður núverandi landgangi lokað og opnuð ný bráðabirgðaleið fyrir farþega um stokk sem reistur verður ofan á nýju gólfplötunni á 2. hæð nýbyggingarinnar. Þegar stokkur er kominn í gagnið verður unnt að rífa um 40 metra af landganginum, næst flugstöðvarbyggingunni, til skapa rými fyrir viðbygginguna.
Innan dyra í flugstöðinni er búið að rífa niður og fjarlægja allar innréttingar á 2. hæð. Þar er nú um að litast eins og í fokheldu húsi og nú verður byrjað að undirbúa breytingar og innréttingar verslunar- og skrifstofurýmis sem þarna verður í framtíðinni.
Eftir þrjár til fjórar vikur verður núverandi landgangi lokað og opnuð ný bráðabirgðaleið fyrir farþega um stokk sem reistur verður ofan á nýju gólfplötunni á 2. hæð nýbyggingarinnar. Þegar stokkur er kominn í gagnið verður unnt að rífa um 40 metra af landganginum, næst flugstöðvarbyggingunni, til skapa rými fyrir viðbygginguna.
Innan dyra í flugstöðinni er búið að rífa niður og fjarlægja allar innréttingar á 2. hæð. Þar er nú um að litast eins og í fokheldu húsi og nú verður byrjað að undirbúa breytingar og innréttingar verslunar- og skrifstofurýmis sem þarna verður í framtíðinni.