FLE: Breytingum og 20 ára afmæli fagnað
Gríðarlegar endurbætur og breytingar hafa verið gerðar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin og segja má að stöðin hafi verið opnuð öðru sinni í gær með formlegri viðhöfn á 20 ára vígsluafmæli hennar en hún var opnuð formlega þann 14. apríl 2007.
Fjöldi gesta var viðstaddur í gær á afmælis- og opnunarhátíðinni.
Gríðarleg framþróun hefur orðið á rekstri og umfangi stöðvarinnar á þessum tveimur áratugum. Árið 1983 þegar fyrsta skóflustungan var tekin að henni fóru 460 þúsund farþegar árlega um gömlu flugstöðina. Síðan þá hefur fjöldinn aukist í tvær milljónir og er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í 3,2 milljónir árið 2015.
Við þessar breytingu hefur stærð brottfararsvæðisins nær því þrefaldast. Þjónusta á sviði verslunar, veitinga, afþreyingar og almennrar afgreiðslu hefur við það aukist til muna en fjöldi verslana hafa opnað útibú sín á svæðinu.
Gólfflötur flugstöðvarinnar er samanlagt orðnn 56 þúsund fermetrar og er álíka og átta knattspyrnuvellir. Stækkunin nemur um 30 þúsund fermetrum.
Heildarkostnaður við framkvæmdirnar nemur um 7 milljörðum króna.
Fjöldi gesta var viðstaddur hátíðina í gær, m.a. nokkrir ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar. Við þetta tækifæri var afhjúpað listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur, Höfuðáttir, sem prýðir nýja brottfararsvæðið.
Efri mynd: Fjöldi gesta var viðstaddur hátíðina í gær.
Neðri mynd: Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhjúpaði verk listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur.
VF-myndir: elg