Flaug sjö metra af mótorhjóli
Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir að hann hafði lent í mótorhjólaslysi. Hann var á ferð á Nesvegi ásamt félögum sínum þegar óhappið varð. Hann hafði misst stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það lenti utan vegar. Maðurinn hentist fram af því og flaug eina sjö metra. Meiðsl hans voru minni en óttast hafði verið í fyrstu. Allir voru félagarnir með hjálma og hlífðarbúnað.
Fleiri umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum en engin alvarleg slys á fólki.