Fimmtudagur 4. júlí 2002 kl. 13:33
Flak Guðrúnar Gísladóttur KE myndað í dag
Kafarar vinna að því í dag að mynda flak verksmiðjuskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE 15 sem strandaði og sökk við Lófót í N-Noregi 19. júní síðastliðinn. Mjög ósennilegt er talið að það borgi sig fyrir eigendur flaksins að bjarga því af hafsbotni, segir í frétt Útvarpsins.