Flagghúsið í Grindavík endurbyggt
Flagghúsið eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1917, gengur nú í endurnýjun árdaga.
Erling Einarsson í EP verk og eigandi hússins áformar að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir þegar hafnar. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum. Erling er búinn að smíða sperrur og hefur verkað panelklæðningu sem fer inni í húsið með aðferðum svo hann líti út fyrir að vera hundrað ára gamall. Verkið ætlar Erling að taka í áföngum og áætlar að loka húsinu með klæðningu fyrir haustið.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944 ) hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar úr landi um veðurhorfur og lendingaraðstæður.
Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hvítt merkjaflagg hengt á suðurgafl Sæbóls en síðar var sett upp stöng á norðurgafl Flagghússins. Þar var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum og tveir belgir þýddu aðgát á sundi og brim í lendingu.
Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessu starfi sem viðurkenningu fyrir hjálp á hættustundum
Kemur þetta fram á vef Grindavíkur