Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flæktur gámur skellti trukk á hliðina
Fimmtudagur 26. febrúar 2009 kl. 17:50

Flæktur gámur skellti trukk á hliðina

Óhapp varð þegar verið var að taka stóran vörugám af flutningabíl með gámavagn við Njarðvíkurhöfn nú síðdegis. Stór gámalyftari var að taka gáminn af vagninum en mönnum láðist að losa eina keðju milli gámsins og gámavagnsins.

Þegar gámalyftarinn ætlaði að aka á brott með gáminn skipti engum togum að hann togaði flutningabílinn á hliðina. Sögðu menn á vettvangi að vogaraflið hafi verið það mikið að bíllinn hafi lagst á hliðina undan átakinu.

Engin slys urðu á mönnum og við fyrstu sýn virðist flutningabíllinn ekki mikið skemmdur. Olía lak þó af honum og voru Brunavarnir Suðurnesja fengnar til að hreinsa upp olíuna.


Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á vettvangi óhappsins nú áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024