Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FL-Group: Vilja útvíkka starfsemi í Helguvík í samstarfi við Reykjanesbæ
Föstudagur 29. apríl 2005 kl. 19:11

FL-Group: Vilja útvíkka starfsemi í Helguvík í samstarfi við Reykjanesbæ

Lóðin sem FL-Group sækir um í Helguvík er á stærð við þrjá knattspyrnuvelli. Að lóðinni þarf að leggja um 800 metra lögn frá höfninni, þar sem eldsneytinu verður dælt upp. Þá verður lögð 4400 metra löng lögn frá birgaðstöðinni og verður hún tengd eldsneytisdreifingarkerfi Keflavíkurflugvallar. Undirbúningi verkefnisins á að ljúka í byrjun næsta árs og þá hefjist framkvæmdir og að mannvirki verði tekin í notkun í lok ársins 2006.

Lóðin er um 31.968 m2 lóð suðvestur af Helguvíkurhöfn ætluð til uppbyggingar á eldsneytisgeymslum fyrir félagið og aðra tengda starfsemi. Helguvík verður helsta uppskipunarhöfn fyrir eldsneyti á vegum FL-Group sem mun skapa ný atvinnutækifæri á svæðinu og nýjan tekjugrundvöll fyrir Helguvíkurhöfn.
Á lóðinni er fyrirhugað að FL-Group  komi sér upp eigin birgðageymslum (tönkum) fyrir eldsneyti í Helguvík og byggi eigin eldsneytislögn þaðan sem ráðgert er að tengist beint inn á eldsneytisdreifingarkerfi Keflavíkurflugvallar. Gert er ráð fyrir að FL -Group geti í áframhaldandi samstarfi við Reykjanesbæ útvíkkað þessa starfsemi í Helguvík eftir því sem rekstrar- og markaðsaðstæður leyfa á hverjum tíma. 
Þá segir í umsókn FL-Gropu að í framhaldi af umsókninni um lóðina er óskað eftir að hefja samningaviðræður við Reykjanesbæ og hafnaryfirvöld í Helguvík um nánari útfærslu á framkvæmdum við undirbúning og uppbyggingu í. Þá segir í viljayfirlýsingu FL-Group að við val á lóð verði tekið fullt tillit til stækkunarmöguleika og vaxtar á þessari starfsemi FL-Group.

Myndin: Séð yfir Helguvíkursvæðið. Merki FL-Group yfir því svæði sem eldsneytisbirgaðstöðin mun rísa. VF-mynd: Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024