Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FL GROUP nýtir kauprétt að fimm nýjum flugvélum
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 00:18

FL GROUP nýtir kauprétt að fimm nýjum flugvélum

Í dag var samþykkt á fundi stjórnar Flugleiða, eða FL GROUP, að undirrita samning við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum um kaup á fimm Boeing 737-800 flugvélum. Þessar fimm vélar verða þá keyptar til viðbótar við þær 10 sem samið var um í febrúar en frá þessu var greint á vísi.is í dag.

Félagið fékk kauprétt á vélunum fimm sem hluta af samningnum sem undirritaður var í febrúar og hefur nú verið ákveðið að nýta þennan rétt. Samkvæmt verðskrá er heildarverðmæti flugvélanna um 20 milljarðar króna. Samningar um útleigu fyrstu fimm flugvélanna sem koma til félagsins á árinu 2006 eru á lokastigi.

VF-mynd/ Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024