Fjörutíu óku of hratt
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært um 40 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Tveir til viðbótar óku á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er einnig 90 km. Þá voru tíu ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og afskipti höfð af fáeinum sem óku sviptir ökuréttindum.
Tveir til viðbótar óku á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er einnig 90 km. Þá voru tíu ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og afskipti höfð af fáeinum sem óku sviptir ökuréttindum.