Fjörug umræða um 17. júní
-bæjarstjóri baðst afsökunar á að ekki hafi rignt 17. júní
Töluverð umræða spratt upp á bæjarstjórnarfundi í gær um að hátíðarhöld vegna 17. júní hafi verið færð inn í Reykjaneshöll. Skiptar skoðanir voru vegna málsins þar sem sumir vildu að hátíðarhöldin væru öll í Reykjaneshöll og aðrir vildu að hluti þeirra yrði í Skrúðgarðinum og hluti í höllinni. Meðal spurninga sem komu fram í umræðunni var hver hefði tekið ákvörðun um að hátíðarhöldin yrðu færð inn og upplýsti bæjarstjóri að ákvörðunin hefði verið hans í samráði við aðilar eru komu að skipulagningu hátíðarinnar. Bæjarstjóri sagði að hlustað hafi verið á veðurfregnir og rætt við veðurfræðing um veðurútlit á 17. júní. „Veðurfræðingurinn sagði að það yrði úrhellisrigning og ákvörðunin um að flytja hátíðarhöldin í Reykjaneshöllina var mjög létt fyrir bæjarstjóra að taka, en jafnframt mjög röng,“ sagði bæjarstjóri með glettnissvip á fundinum í gær og bætti við. „Ég biðst velvirðingar á því að það hafi ekki rignt.“
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Frá 17. júní hátíðarhöldum í Reykjaneshöll.
Töluverð umræða spratt upp á bæjarstjórnarfundi í gær um að hátíðarhöld vegna 17. júní hafi verið færð inn í Reykjaneshöll. Skiptar skoðanir voru vegna málsins þar sem sumir vildu að hátíðarhöldin væru öll í Reykjaneshöll og aðrir vildu að hluti þeirra yrði í Skrúðgarðinum og hluti í höllinni. Meðal spurninga sem komu fram í umræðunni var hver hefði tekið ákvörðun um að hátíðarhöldin yrðu færð inn og upplýsti bæjarstjóri að ákvörðunin hefði verið hans í samráði við aðilar eru komu að skipulagningu hátíðarinnar. Bæjarstjóri sagði að hlustað hafi verið á veðurfregnir og rætt við veðurfræðing um veðurútlit á 17. júní. „Veðurfræðingurinn sagði að það yrði úrhellisrigning og ákvörðunin um að flytja hátíðarhöldin í Reykjaneshöllina var mjög létt fyrir bæjarstjóra að taka, en jafnframt mjög röng,“ sagði bæjarstjóri með glettnissvip á fundinum í gær og bætti við. „Ég biðst velvirðingar á því að það hafi ekki rignt.“
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Frá 17. júní hátíðarhöldum í Reykjaneshöll.