Fjörug helgi hjá lögreglunni að baki
Aðfaranótt fimmtudagsins 10. október kl. 04:07 kom kona á lögreglustöðina með áverka í andliti, líklegast nefbrotin, og sagði að hún hefði verið slegin í heimahúsi í Keflavík þar sem hún hafi verið gestkomandi. Einn aðili er grunaður um verknaðinn en málið er í rannsókn.Á föstudaginn kl. 11:10 stöðvaði lögreglan eftirlýsta bifreið á Reykjanesbraut móts við gatnamót Vogavegar. Tveir ungir menn voru í bifreiðinni og þeir voru handteknir. Voru þeir báðir grunaður um nytjastuld bifreiðarinnar og meinta ölvun við akstur.
Aðfaranótt föstudagsins höfðu verið gerðar tvær innbrotstilraunir í tvær verslanir við í Keflvík, í fljótu bragði var ekki að sjá að neinu hafi verið stolið.
Aðfaranótt laugardagsins var farið inn í verslun við Iðavelli í Keflavík, teknir peningar úr peningakassa, og eitthvað af vindlingalengjum.
Á laugardagsmorgun kl. 10:48 var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi við Hæðargötu í Njarðvík. Nánar hefur verið greint frá brunanum í annarri frétt.
Gróf líkamsárásvar kærð til lögreglunnar á sunnudagsmorguninn kl. 07:20, en þá kom maður á lögeglustöðina, alblóðugur með skurð á höfði og meðal annars hafði brotnað úr honum framtönn. Kvaðst hann hafa verið í einkasamkvæmi í Sandgerði og þar hefði verið ráðist á sig. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Málið er í rannsókn.
Höfð voru afskipti af tveim börnum í Garði sem voru hjálmlaus á reiðhjóli og einu barni í Grindavík. Foreldrum verða send bréf frá lögreglunni þar sem þessi afskipti eru tilkynnt og brýnt er fyrir foreldrum að passa upp á að börnin séu með hjálma eins og lög gera ráð fyrir.
Níu voru kærðir fyrir stöðvunarskyldubrot, 8 fyrir hraðakstur.
Aðfaranótt föstudagsins höfðu verið gerðar tvær innbrotstilraunir í tvær verslanir við í Keflvík, í fljótu bragði var ekki að sjá að neinu hafi verið stolið.
Aðfaranótt laugardagsins var farið inn í verslun við Iðavelli í Keflavík, teknir peningar úr peningakassa, og eitthvað af vindlingalengjum.
Á laugardagsmorgun kl. 10:48 var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi við Hæðargötu í Njarðvík. Nánar hefur verið greint frá brunanum í annarri frétt.
Gróf líkamsárásvar kærð til lögreglunnar á sunnudagsmorguninn kl. 07:20, en þá kom maður á lögeglustöðina, alblóðugur með skurð á höfði og meðal annars hafði brotnað úr honum framtönn. Kvaðst hann hafa verið í einkasamkvæmi í Sandgerði og þar hefði verið ráðist á sig. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Málið er í rannsókn.
Höfð voru afskipti af tveim börnum í Garði sem voru hjálmlaus á reiðhjóli og einu barni í Grindavík. Foreldrum verða send bréf frá lögreglunni þar sem þessi afskipti eru tilkynnt og brýnt er fyrir foreldrum að passa upp á að börnin séu með hjálma eins og lög gera ráð fyrir.
Níu voru kærðir fyrir stöðvunarskyldubrot, 8 fyrir hraðakstur.