Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 25. ágúst 2002 kl. 23:45

Fjórtán kærðir fyrir umferðarlagabrot í Keflavík

Lögreglumenn á vakt í Keflavík í dag voru í sektarham svo margir fengu það óþvegið. Fjórtán trassar, sem ekki höfðu fyrr þessu handtaki að festa á sig bílbelti, geta nagað sig í handarbakið yfir myndarlegri sekt fyrir athæfið. Alltaf má þó leggjast á hnén hjá Jóni Eysteinssyni sýslumanni eða starfsfólki hans og fá afslátt, sé greitt innan fárra daga.Það kostar hins vegar ekki neitt að festa á sig beltið og heimilisbókhaldið má örugglega ekki við útlátum sem þessum. Spennum beltin!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024