Fjörstöðin FM 89,1 í loftið
Unglingar í félagsmiðstöðinni Fjörheimum eru með útvarpsstöð dagana 9.-16. nóvember, Fjörstöðina FM 89,1. Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönnum og unglingum til þess að draumur þessi geti loksins orðið að veruleika. Unglingarnir sóttu námskeið í þáttagerð og eru í framhaldi af því að setja saman sína eigin útvarpsþætti. Hér er á ferðinni gott forvarnarstarf sem höfðar vel til margra unglinga. Unglingarnir ætla að hljóðvarpa sínum útvarpsþáttum daglega frá kl. 16-22 en tónlist af upptöku verður spiluð allan sólarhringinn. Umsjónarmenn Fjörstöðvarinnar FM 89,1 eru þau Erla Signý Þormar, Nilsína Larsen og Hafþór B. Birgisson.