Fjörstöðin að fara í loftið
Unglingar í félagsmiðstöðinni Fjörheimum verða með útvarpsstöð, Fjörstöðin 92,7, dagana 13.-21. október nk.
Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönnum og unglingum sem sóttu námskeið í þáttagerð og eru í framhaldi af því að setja saman sína eigin útvarpsþætti.
Hér er á ferðinni gott forvarnarstarf sem höfðar vel til margra unglinga og eru bæjarbúar hvattir til að stilla viðtæki sín á FM 97,2. Unglingarnir ætla að hljóðvarpa sínum útvarpsþáttum daglega frá kl. 16.00-22.00 en tónlist af upptöku verður spiluð allan sólarhringinn. Umsjónarmenn með Fjörstöðinni FM 97,2 eru þau Hafþór Barði Birgisson og Anna Albertsdóttir.
Fjörheimaráð sem skipað er tveimur nemendum úr hverjum grunnskóla í Reykjanesbæ eru í því að safna auglýsingum og ef vel gengur er hugmyndin að Fjörheimaráð kaupi nýjar tölvur til afnota fyrir unglinga í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Eru forráðamenn fyrirtækja hvattir til að taka vel á móti unglingumum.
Mynd úr safni Fjörheima
Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönnum og unglingum sem sóttu námskeið í þáttagerð og eru í framhaldi af því að setja saman sína eigin útvarpsþætti.
Hér er á ferðinni gott forvarnarstarf sem höfðar vel til margra unglinga og eru bæjarbúar hvattir til að stilla viðtæki sín á FM 97,2. Unglingarnir ætla að hljóðvarpa sínum útvarpsþáttum daglega frá kl. 16.00-22.00 en tónlist af upptöku verður spiluð allan sólarhringinn. Umsjónarmenn með Fjörstöðinni FM 97,2 eru þau Hafþór Barði Birgisson og Anna Albertsdóttir.
Fjörheimaráð sem skipað er tveimur nemendum úr hverjum grunnskóla í Reykjanesbæ eru í því að safna auglýsingum og ef vel gengur er hugmyndin að Fjörheimaráð kaupi nýjar tölvur til afnota fyrir unglinga í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Eru forráðamenn fyrirtækja hvattir til að taka vel á móti unglingumum.
Mynd úr safni Fjörheima