Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórmilljónasti farþegi ársins leystur út með gjöfum
Fjórmilljónasti farþeginn var Rene Petersen en hann ferðaðist með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar með Icelandair.
Föstudagur 16. október 2015 kl. 08:59

Fjórmilljónasti farþegi ársins leystur út með gjöfum

Í gær náði fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll í fyrsta sinn yfir fjögurra milljóna múrinn innan sama árs. Fjórmilljónasti farþeginn var Rene Petersen en hann ferðaðist með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar með Icelandair.

Starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli kom Rene á óvart og tók á móti honum með blómvendi og leysti hann út með glæsilegum gjöfum. Fékk hann lúxusmálsverð á veitingastaðnum Nord fyrir alla fjölskylduna, glæsilegan gjafapoka úr Fríhöfninni auk þess sem Icelandair bauð honum að uppfæra sig á Comfort Class farrýmið.

Talning farþega um Keflavíkurflugvöll skiptist í brottfararfarþega, komufarþega og skiptifarþega og skiptist fjöldinn um það bil jafnt í þrennt. Þegar fjórmilljónasti farþeginn fór úr landi skiptist farþegafjöldinn svona: 1.392.597 brottfararfarþegar, 1.381.395 komufarþegar og 1.226.008 skiptifarþegar.

Árið 2014 fóru 3,87 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll og en í ár er búist við því að fjöldinn fari upp í um 4,8 milljónir sem er fjölgun upp á um það bil 26% á milli ára. Árið 2016 má búast við því að farþegafjöldi nái sex milljónum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024