Fjörlegar umræður um smábátana
Málefni krókaaflamarksbáta voru til umræðu á fjörugum borgarafundi á Vitanum í Sandgerði í gærkvöldi. Fundinn sóttu m.a. fjórir þingmenn og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og alls tóku 28 manns til máls í umræðunum.
Í fundarboði frá Gunnari Ara Harðarsyni, formanni Félags smábátaeigenda Reykjaness, segir meðal annars, að þar sem að krókabátarnir hafi ekki fengið úthlutað kvóta í tegundum eins og keilu og löngu, þá geti þeir ekki farið á sjó vegna þess hve mikið sé um meðafla í þessum tegundum. Spurt er hvort mönnum sé sjálfrátt sem setja svona reglugerðir.
Fundurinn hófst með því að Gunnar Ari setti fundinn. Í framhaldi af því hélt Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, stutta ræðu og síðan tók Þorvaldur Garðarsson, formaður smábátafélagsins Árborgar á Suðurlandi, til máls. Eftir ræðu Þorvaldar var orðið gefið frjálst og spunnust fjörugar umræður á fundinum. Á hann bárust stuðningsyfirlýsingar frá smábátafélögunum Eldingu á Vestfjörðum og Hrollaugi á Hornafirði en í yfirlýsingu síðarnefnda félagsins sagði að áframhaldandi þorskaflahámark væri besta leiðin til þess að halda landinu í byggð og sporna við ,,flóttamannastraumi” til höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi ályktun var svo samþykkt á fundinum í Sandgerði:
,,Fundur trillukarla haldinn í Sandgerði 10. september harmar það virðingarleysi sem stjórnvöld hafa, með framkvæmd laga um krókaaflamark, sýnt trillukörlum, starfsfólki þeirra, fiskmörkuðum, fiskverkendum og öðrum sem hafa lífsviðurværi sitt af útgerð krókabáta.
Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra og stjórnvöld að bregðast nú þegar við þeim vanda sem tilkoma krókaaflamarks hefur leitt af sér. Það er best gert með því að taka upp það veiðikerfi sem aflagt var 31. ágúst sl.”
InterSeafood.com greindi frá.
Í fundarboði frá Gunnari Ara Harðarsyni, formanni Félags smábátaeigenda Reykjaness, segir meðal annars, að þar sem að krókabátarnir hafi ekki fengið úthlutað kvóta í tegundum eins og keilu og löngu, þá geti þeir ekki farið á sjó vegna þess hve mikið sé um meðafla í þessum tegundum. Spurt er hvort mönnum sé sjálfrátt sem setja svona reglugerðir.
Fundurinn hófst með því að Gunnar Ari setti fundinn. Í framhaldi af því hélt Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, stutta ræðu og síðan tók Þorvaldur Garðarsson, formaður smábátafélagsins Árborgar á Suðurlandi, til máls. Eftir ræðu Þorvaldar var orðið gefið frjálst og spunnust fjörugar umræður á fundinum. Á hann bárust stuðningsyfirlýsingar frá smábátafélögunum Eldingu á Vestfjörðum og Hrollaugi á Hornafirði en í yfirlýsingu síðarnefnda félagsins sagði að áframhaldandi þorskaflahámark væri besta leiðin til þess að halda landinu í byggð og sporna við ,,flóttamannastraumi” til höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi ályktun var svo samþykkt á fundinum í Sandgerði:
,,Fundur trillukarla haldinn í Sandgerði 10. september harmar það virðingarleysi sem stjórnvöld hafa, með framkvæmd laga um krókaaflamark, sýnt trillukörlum, starfsfólki þeirra, fiskmörkuðum, fiskverkendum og öðrum sem hafa lífsviðurværi sitt af útgerð krókabáta.
Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra og stjórnvöld að bregðast nú þegar við þeim vanda sem tilkoma krókaaflamarks hefur leitt af sér. Það er best gert með því að taka upp það veiðikerfi sem aflagt var 31. ágúst sl.”
InterSeafood.com greindi frá.