Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir teknir fyrir hraðakstur á Brautinni
Miðvikudagur 28. september 2005 kl. 09:39

Fjórir teknir fyrir hraðakstur á Brautinni

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær. Sá sem hraðast ók var á 125 km hraða og má búast við hressilegri sekt fyrir vikið.

Þá voru eigendur fjögurra ökutækja boðaðir í skoðun þar sem komið var fram yfir þeirra tima í því tilliti. Skráningarnúmer voru tekin af tveimur ökutækjum. Í öðru tilvikinu var um að ræða vanrækslu á greiðslu trygginga og í hinu tilvikinu hafði eigandinn ekki sinnt því að fara með tækið í skoðun þrátt fyir að lögreglan hafði áður ítrekað slíkt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024