Miðvikudagur 13. maí 2009 kl. 08:00
Fjórir teknir fyrir hraðakstur
Fjórir ökumenn voru í gær stöðvaðir af lögreglu vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók var á 141 km/klst. Hinir mældustu á 120, 121 og 124 km/klst. Þá var einn ökumaður kærður vegna stöðvunarskyldubrots.