Fjórir stútar um helgina
Frekar rólegt hefur verið á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík um helgina. Þó hafa fjórir ökumenn verið stöðvaðir um helgina vegna gruns um ölvun við akstur. Þeir hafa allir verið sendir í blóðprufur, sem síðan leiða í ljós hvert framhald málsins verða.Annars hefur verið rólegt um helgina hjá lögreglunni.