Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir skólar á Suðurnesjum fá styrk úr Sprotasjóði
Gerðaskóli.
Miðvikudagur 7. apríl 2021 kl. 11:15

Fjórir skólar á Suðurnesjum fá styrk úr Sprotasjóði

Fjórir skólar á Suðurnesjum fá styrk úr Sprotasjóði að þessu sinni. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga.

Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarlegur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra á vef stjórnarráðsins.

Skólar á Suðurnesjum sem fengu styrki að þessu sinni eru:

Akurskóli
Gerðaskóli
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar.

Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi á milli skólastiga: 66 umsóknir komu frá grunnskólastiginu, 10 umsóknir frá leikskólastiginu, 16 umsóknir frá framhaldsskólastiginu og 13 umsóknir þvert á skólastig.