Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir skátar úr Reykjanesbæ fengu Forsetamerkið
Þriðjudagur 3. október 2006 kl. 11:14

Fjórir skátar úr Reykjanesbæ fengu Forsetamerkið

Forsetamerkið, sem er æðsta prófmerki skáta á Íslandi, var afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sl. laugardag.
Alls hlutu 26 skátar merkið að þessu sinni og þar af fjórir skátar úr Reykjanesbæ. Það voru þeir Árni Freyr Rúnarsson, Gunnar Hörður Garðarsson, Karl Njálsson og Sveinn Þórhallsson.

Fyrstu Forsetamerkin voru afhent árið 1965 af  Ásgeiri Ásgeirssyni þáverandi forseti Íslands og verndari skátahreyfingarinnar. Árið 2006 voru handhafar Forsetamerkisins orðnir rúmlega 1200.

Mynd: Frá afhendingu Forsetamerkisins á laugardaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024