Fjórir réttindalausir í akstri
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af fjórum ökumönnum sem allir reyndust vera réttindalausir við aksturinn. Tveir þeirra, karlmaður og kona voru færð á lögreglustöð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þau höfðu, ásamt þriðja ökumanninum, áður verið svipt ökuréttindum. Fjórði ökumaðurinn var með útrunnið ökuskírteini.