Fjórir ökumenn handteknir
Ýmist ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina, sem báðir voru staðnir að fíkniefnaakstri. Annar reyndist hafa neytt kannabisefna og hinn einnig, auk amfetamíns. Þá voru tveir ökumenn til viðbótar handteknir fyrir ölvunarakstur. Annar þeirra var að legga af stað til Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann.