Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir óku of hratt
Mánudagur 2. september 2013 kl. 14:34

Fjórir óku of hratt

Lögreglan á Suðurnesjum kærði fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 139 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Þá veittu lögreglumenn athygli bifreið, sem var ekið Grundarveg til vesturs, en þar er innakstur bannaður. Bifreiðin var stöðvuð og kom þá í ljós að ökumaður gat ekki framvísað ökuskírteini. Kvaðst hann hafa gleymt því heima.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024