Fjórir „óeirðalögreglumenn“ úr Keflavík gæta forseta Kína
Fjórir lögreglumenn frá Lögreglunni í Keflavík munu taka þátt í að gæta öryggis forseta Kína á meðan hann dvelur hér á landi. Lögreglumennirnir eru klæddir sérstökum „óeirðagöllum“ í starfi sínu og aka um á lögreglubifreið sem hefur verið útbúin sérstaklega til að takast á við steinkast eða barsmíðar.Fjölmennt lögreglulið var við öllu búið við Leifsstöð síðdegis í dag. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra lögreglumenn við samskonar útbúna bifreið og lögreglumennirnir úr Keflavík notast við. Framrúðan hefur verið varin sérstaklega, auk þess sem öryggisfilmur eru í öðrum gluggum.
Fram hefur komið í fréttum að mótmæli verði í höfuðborginni á morgun og einnig var greint frá hugsanlegum mótmælum við Leifsstöð á sunnudag þegar Jiang Zenin heldur utan að nýju.
Fram hefur komið í fréttum að mótmæli verði í höfuðborginni á morgun og einnig var greint frá hugsanlegum mótmælum við Leifsstöð á sunnudag þegar Jiang Zenin heldur utan að nýju.