Fjórir nýir slökkvibílar á Keflavíkurflugvöll
– teknir formlega í gagnið í janúar nk.
Flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hefur fengið fjóra nýja slökkvibifreiðar. Nýju slökkvibílarnir eru smíðaðir hjá pólska fyrirtækinu Wawrzaszek ISS í Bielsko-Biala. Grindurnar eru af gerðinni Scania en þeir eru af tveimur stærðum, sex hjóla og fjögurra hjóla, báðar með með 450 ha vél.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við Víkurfréttir að þetta sé ný kynslóð slökkvibíla með margvíslegum nýstárlegum tölvustýrðum búnaði. Nú stendur yfir þjálfun í meðferð og viðhaldi en bílarnir verða teknir í notkun í janúar.
Myndirnar tók Skúli Sigurðsson.