Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir með fíkniefni innvortis
Fimmtudagur 17. febrúar 2011 kl. 10:14

Fjórir með fíkniefni innvortis

Það sem af er árinu hafa fjórir farþegar verið teknir með fíkniefni innvortis af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli, segir á vef Tollstjóra.

Tveir af þessum farþegum komu frá Kaupmannahöfn og tveir frá London, tveir karlar og tvær konur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir eru Litháar einn Dani og einn Íslendingur.

Fíkniefnin sem þau voru með eru 357,8 gr af kókaíni, 145,41 gr af amfetamíni, 148,68 gr af MDMA mulningi ásamt 0,5 gr af amfetamíni og síðan 98,31 gr af kókaíni.

Til samanburðar voru sex farþegar teknir allt árið 2010 með fíkniefni innvortis.

Öll þessi mál eru til rannsóknar hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.