Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir mánuðir skilorðsbundið og 25 milljóna kr. sekt fyrir skattalagabrot
Fimmtudagur 10. mars 2011 kl. 09:19

Fjórir mánuðir skilorðsbundið og 25 milljóna kr. sekt fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt einstakling í Vogum til fangelsisvistar í fjóramánuði fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum framin í rekstri einkahlutafélagsins A+ verktakar. Einnig var dæmt vegna þess að ákærði stóð ekki skil á opinberum gjöldum á lögmætum tíma og hélt eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna einkahlutafélagsins.


Vangoldin virðisaukaskattur var upp á tæpar 6,7 milljónir króna og vangoldin staðgreiðsla upp á tæpar 6 milljónir króna. Brotin áttu sér stað árið 2008.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Dómur fyrir brotin þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Rétt þykir að fresta fullnustu þessarar refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.


Fésekt ákærða vegna virðisaukaskattbrota er ákveðin sem nemur tvöfaldri vangoldinni fjárhæð virðisaukaskatts og afdreginnar staðgreiðslu. Samkvæmt því verður fésekt ákærða vegna brota, sem tilgreind eru í 1. lið ákæru, ákveðin 13.000.000 króna, en 12.000.000 króna vegna brota sem tilgreind eru í 2. lið ákæru, eða samtals 25.000.000 króna og komi þriggja mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins.