Fjórir kærðir fyrir hraðakstur
Lögregla hafði tal af þremur ökumönnum í gærdag vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en tveir þeirra voru á 115 km hraða og einn og 117 km. Í nótt var svo einn ökumaður til viðbótar kærður fyrir sömu sakir en hann var á 116 km hraða. Eins og flestir vita er leyfður hámarkshraði á áðurnefndum vegum 90 km. en alltof margir ökumenn virðast ekki búa yfir þeirri vitneskju.
Annars var næturvaktin róleg, að sögn lögreglu.