Fjórir í fíkniefnaakstri
Tveir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra, rúmlega þrítugur karlmaður, játaði neyslu á kannabis. Hinn, karlmaður á fertugsaldri, reyndist hafa neytt amfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Hann ók einnig sviptur ökuréttindum.
Í fyrrinótt voru tveir ökumenn handteknir af sömu sökum. Annar þeirra, kona um þrítugt, hafði neytt amfetamíns og ópíumefnis, samkvæmt niðurstöðu sýnatöku á lögreglustöð. Hinn, rúmlega tvítug kona, játaði neyslu á kannabis.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				