Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórir handteknir vegna fíkniefna
Laugardagur 21. október 2006 kl. 13:04

Fjórir handteknir vegna fíkniefna

Lögregla hafði í nótt afskipti af tveimur mönnum á bifreið í Keflavík en þeir voru grunaðir um fíkniefnamisferli. Í  framhaldinu var farið á heimili þeirra  þar sem tveir aðrir voru handteknir. Lagt var hald á ætluð fíkniefni, tæplega 50 grömm af hassi, smáræði af amfetamíni og tvær E-pillur. Fólkið var allt vistað í fangageymslu og yfirheyrt í morgun þegar víman var runnin af þeim. Einum aðila var þó sleppt fljótlega.
Nokkuð hefur verið um fíkniefnamál síðust tvær vikur eða samtals 11 tilfelli. Fjórir aðilar hafa verið handteknir vegna gruns um sölu á hassi en lögregla hefur haldlagt um 200 grömm af hassi á þessum tíma. Einnig hefur verið haldlagt amfetamín, ofskynjunarsveppir, E-pillur ásamt lyfseðilsskyldum lyfjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024