Fjórir handteknir grunaðir um fjölda innbrota
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni fjóra karlmenn sem grunaðir eru um að eiga aðild að hrinu innbrota í umdæminu síðustu daga. Brotist hafði verið inn í bílskúr og stolið þaðan töluverðu af dýrum tækjum og fatnaði. Næst var tilkynnt um innbrot á verkstæði þar sem stolið var bifreið og sláttutraktor. Loks var brotist inn í annan bílskúr þar sem stolið var verðmætum rafmagnstækjum.
Lögreglan handtók fjóra karlmenn sem rökstuddur grunur leikur á að hafi verið þarna að verki. Einn þeirra var með fíkniefni í pappaöskju þegar hann var handtekinn. Efnin hann geymdi í úlpuvasa sínum.
Mennirnir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum.