Fjórir glannar teknir á Skólavegi
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi. Þar af fjórir á Skólavegi í Keflavík þar sem hámarkshraði er 30 km. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja.
Í nótt var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson: Séð yfir Holtaskóla, Skólavegur í baksýn.