Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöld og nótt vegna ölvunar og óspekta í miðbæ Reykjanesbæjar. Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar vegna slagsmála og bíða yfirheyrslu. Talsvert var um slagsmál og pústra en engin alvarlega slasaður eftir átök næturinnar.
Lögreglumenn voru mjög sýnilegir á hátíðarsvæðinu í gær, klæddir neonlitum vestum. Miðað við þann mikla fólksfjölda sem var við hátíðarhöldin við Ægissvið í gærkvöldi þá var óverulegur fjöldi með áfengi í hönd. Umræða sem og áskorun til foreldra og fjölskyldufólks um að gera hátíðina að fjölskylduvænni hátíð virðist vera að skila sér.