Fjórir frá Suðurnesjum vilja verða sveitarstjóri Dalabyggðar
47 sem sóttu um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar á meðal eru nokkrir Suðurnesjamenn. Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 30. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. En í hópi umsækjenda eru níu konur og þrjátíu og átta karlar.
Búið er að fara yfir umsóknirnar og ákveða hverjir verða kallaðir í viðtöl, og munu þau fara fram á næstu dögum. Það var Hagvangur sem annaðist ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.
Þau nöfn Suðurnesjamanna sem sóttu um starfið eru:
Arngrímur Guðmundsson, flugverndarfulltrúi, Kabúl, Afganistan
Grétar Mar Jónsson, skipstjóri, Útgerðarfélagið Salka ehf., Sandgerði
Hallur Kristmundsson, byggingafræðingur, Reykjanesbær
Rúnar Fossádal Árnason, sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi, Keflavík