Fjórir fasteignakaupsamningar í síðustu viku
Fjórum fasteignakaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum í síðustu viku. Það er sami fjöldi og meðaltal síðustu 12 vikna segir til um. Þrír samninganna voru um eignir í sérbýli og einn vegna eignar í fjölbýli. Það er því ekki hægt að segja að líflegt sé á fasteignamarki hér á Suðurnesjum.
Alls var 41 kaupsamningi þinglýst í Reykjavík, fjórum á Árborgarsvæðinu og tveimur á Akureyri.