Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 9. apríl 1999 kl. 20:39

FJÖRHEIMAR RÆNDIR

Aðfararnótt þriðjudagsins 30. mars sl. var brotist inn í félagsmiðstöð unglinga í Njarðvík, Fjörheima, og greipar látnar sópa um verðmæta innanstokksmuni. Peningakassi með u.þ.b. bil kr. 60 þús. var tekinn, 200 geisladiskar, talstöðvar, heyrnartól,Play-Station leikjatölva og leikir. Að sögn Berglindar Bjarnadóttur, forstöðumanns, hefur tjónið talsverð áhrif á starfsemina. „Fjörheimar misstu þarna allt sitt tónlistasafn að verðmæti yfir 400 þúsund krónur. Við vorum heppin að því leiti að skemmdir voru ekki unnar á innanstokksmunum og tölvu og hljómlistatækjum var ekki stolið. Ýmislegt bendir til að innbrotsaðilarnir hafi þekkt til innandyra því gengið var að lyklum á vísum stað og myndaalbúm skoðuð. Lögreglan í Keflavík fann peningakassann, nokkrar ávísanir og talstöðvarnar á Fitjarbraut í Njarðvík og hefur málið til rannsóknar.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024