Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjörheimar komnir í undanúrslit í spurningakeppni Samfés
Miðvikudagur 24. nóvember 2004 kl. 14:54

Fjörheimar komnir í undanúrslit í spurningakeppni Samfés

Spurningalið Fjörheima er komið í undanúrslit í Viskunni, spurningakeppni Samfés, sem fram fer á Rás 2.
Lið Fjörheima lagði félagsmiðstöðina Óðal að velli 18-11. Strákarnir mæta félagsmiðstöðinni Nagyn frá Grafarvogi í undanúrslitum á morgun fimmtudag og er áætlað að fara með hóp frá Fjörheimum til þess að fylgjast með undanúrslitunum í Reykjavík ef næg þátttaka fæst. .
Farið verður með rútu frá Fjörheimum klukkan 18:30 og komið heim beint eftir keppni. Keppnin hefst klukkan 20:00 og er útvarpað beint á Rás 2.

Myndin: Spurningalið Fjörheima með hinum landsþekkta sjónvarpsmanni Gísla Marteini á göngum útvarpshússins í Efstaleiti á dögunum. Ljósmynd/Fjörheimar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024