Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjordvik dregið til Hafnarfjarðar
Þriðjudagur 13. nóvember 2018 kl. 09:35

Fjordvik dregið til Hafnarfjarðar

Sementsflutningaskipið Fjordvik er núna á leiðinni til Hafnarfjarðar en dráttarbátarnir Jötunn og Magni sóttu skipið til Keflavíkur í morgun.
 
Landfestum Fjordvik var sleppt kl. 08 í morgun og skipið dregið út úr höfninni. Aðgerðin tókst vel og drátturinn gengur vonum framar en Fjordvik er nú dregin á rúmlega 4 sjómílna hraða í Faxaflóa með stefnu á Hafnarfjörð. Áætluð koma skipanna þangað er í hádeginu.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar skipið fór úr höfninni í Keflavík í morgun.

VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024