Fjórðungur leikskólabarna í Garði af erlendum uppruna
Á Skólanefndafundi Garðs fyrir helgi kom að mikil eftirspurn er eftir heilsdagsvistun á leikskóla bæjarins, en nú er 15 börn sem njóta þeirrar þjónustu. Samkvæmt upplýsingum rekstraraðila eru 17 aðilar sem óska eftir lengri vistun.
Í dag eru 51 barn samtímis á leikskólanum Gefnarborg, en rúmlega 80 börn eru samtals á leikskólanum.
Af þessum 80 börnum eru 20 börn sem annar eða bæði foreldrar eru af erlendum uppruna frá 8 löndum. Hér er um verulega hátt hlutfall að ræða, segir á vefsvæði Sveitarfélagsins Garðs.
Í dag eru 51 barn samtímis á leikskólanum Gefnarborg, en rúmlega 80 börn eru samtals á leikskólanum.
Af þessum 80 börnum eru 20 börn sem annar eða bæði foreldrar eru af erlendum uppruna frá 8 löndum. Hér er um verulega hátt hlutfall að ræða, segir á vefsvæði Sveitarfélagsins Garðs.