Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórði og síðasti dagur Ljósanætur í dag
Sunnudagur 2. september 2012 kl. 12:44

Fjórði og síðasti dagur Ljósanætur í dag

Dagskrá Ljósanætur í Reykjanesbæ, sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudag, hefur gengið vel í alla staði. Lögreglan á Suðurnesjum er ánægð með hvernig til hefur tekist og segir gesti, sem áætlað er að hafi verið í kringum 20.000, hafa verið til fyrirmyndar, ekki síst unglingana sem tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum. Aðeins einn gestur gisti fangageymslur lögreglunnar í nótt vegna ölvunar.

Nú fer í hönd fjórði og síðasti dagur Ljósanæturhátíðarinnar, sólin er í sunnudagsskapi og hæglætisveður á svæðinu. Tilvalinn dagur til að taka sunnudagsrúnt til Reykjanesbæjar og skoða á 6. tug myndlista-, hönnunar- og handverkssýninga um allan bæ. Fyrir börnin er boðið upp á töfrabragðaveislu og Skessan tekur vel á móti gestum í helli sínum. Þá er lokasýning á tónleikunum Gærum, glimmer og gaddavír, sem tekur fyrir 7. og 8. áratug íslenskrar dægurtónlistar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024