Fjórða eldgosið á rúmum fjórum mánuðum hafið
Fjórða eldgosið á undanförnum rúmum fjórum mánuðum hófst rétt í þessu, kl. 20:23 eftir skammvinna skjálftavirkni. Eldgosið er á milli Hagafells og Stóra Skógfells, sem er á svipuðum slóðum og síðasta eldgos sem var 8. febrúar.
Margir hafa beðið eftir þessu, t.d. húsaeigendur í Grindavík en ekki var búið að hleypa vatni á þann hluta Grindavíkurbæjar, það átti að bíða eftir næsta atburði, sem gerðist reyndar fyrir tveimur vikum en þá varð bara kvikuinnskot. Nú er eldgos hafið og má búast við því að margt gerist í framhaldinu.